Zen í íslenska hagkerfinu – en hvað svo?

Zen í íslenska hagkerfinu – en hvað svo?

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans (SÍ) um að halda stýrivöxtum óbreyttum kemur fáum á óvart. Vísar SÍ í rökstuðningi sínum til mun öflugri hagvaxtar en áður var spáð og þess að styttra er í framleiðsluspennu en áður var talið. Þá bendir bankinn á minnkandi þjóðhagslegan sparnað og viðskiptaafgang sem snýst í halla innan spátímabils bankans. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir beinum orðum: „...líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar.„ Eins og vanalega bendir svo bankinn á verðbólguvæntingar og óróa á vinnumarkaði. Skilaboð peningastefnunefndar voru því nokkuð skýr og að flestu leyti fyrirsjáanleg. Sama er ekki hægt að segja um tilkynningu bankans um breytingu á stjórntækjum peningastefnunnar sem einnig var birt í gær. Greiningardeild hefur verið fylgjandi því að Seðlabankinn beiti fleiri vopnum en stýrivöxtum til að ná markmiðum sínum. Þannig hafa inngrip bankans á gjaldeyrismarkað t.d. verið vel heppnuð. Vandinn er hins vegar sá að ýmsum spurningum er ósvarað varðandi breytingarnar framundan og áhrif þeirra á virka stýrivexti. Þannig hefði frekari rökstuðningur og fyrirsjáanleiki um framkvæmd breytinganna gjarnan mátt fylgja boðuðum breytingum.

Sjá nánar 210514_Zen í íslenska hagkerfinu.pdf