Er kominn tími til að taka fram kampavínið?

Er kominn tími til að taka fram kampavínið?

Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa, enda um æði óhefðbundna mælikvarða að ræða. Slíkir mælikvarðar eru þó ekki nýjir af nálinni en í fleiri tugi ára hafa fjárfestar, seðlabankar, blaðamenn og aðrir sérfræðingar hugsað út fyrir kassann í leit sinni að efnahagsvísum er sýna góða samtímamynd af stöðu hagkerfisins og hafa jafnvel forspárgildi um efnahagsþróun fram í tímann. 

Greiningardeild hefur um langt skeið haft gaman af efnahagsvísum er brjóta upp það hefbundna, til að mynda höfum við undanfarin tvö ár birt svokallaða K-orðs vísitölu sem byggir á því að telja hversu margar fréttir eða greinar innihalda orðið kreppa. Nú hefur annar slíkur efnahagsvísir fangað athygli okkar: kampavínssala.

Sjá nánar: Kampavínssala.pdf