Á verðbólgusjó án kjölfestu

Á verðbólgusjó án kjölfestu

Töluverður árangur hefur náðst í peningastefnunni undanfarið, en ef fram fer sem horfir stefnir í lengsta tímabil lágrar og stöðugrar verðbólgu (á bilinu 1,5-3,5%) frá árinu 2004. Vandinn er helst sá hve lítið þurfti til að bæta fyrri árangur peningastefnunnar, en verðbólga hefur ekki haldist samfellt innan prósents frá verðbólgumarkmiði lengur en tæp tvö ár frá upptöku verðbólgumarkmiðs.

Þessi slælegi sögulegi árangur í baráttunni við verðbólguna hefur orsakað nokkuð djúpstætt vantraust á getu Seðlabankans til að ná og viðhalda verðbólgumarkmiði sínu, sem endurspeglast fyrst og fremst í því hve háar verðbólguvæntingar eru. Til lengri tíma eru þær jafnframt töluvert þrálátar, en þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir markmiði Seðlabankans frá áramótum hafa langtímaverðbólguvæntingar hangið í kringum 4 prósent.

Sjá nánar: 300514_Verðbólguvæntingar.pdf