Framleiðsluverðbólga eða neysluverðbólga?

Framleiðsluverðbólga eða neysluverðbólga?

Við undirritun kjarasamninga í desember síðastliðnum mátti greina ákveðna samstöðu í þjóðfélaginu um að halda verðbólgu í skefjum og stuðla að stöðugu verðlagi. Fólu samningarnir í sér hóflegar launahækkanir er áttu að samrýmast verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Þá lagði hið opinbera sitt af mörkum með afturköllun eða lækkun gjaldskrárhækkana. Frá áramótum hefur náðst töluverður árangur við að beisla verðbólguna og hefur ársverðbólgan legið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) fjóra mánuði í röð, sem verður að teljast til tíðinda í ljósi sögunnar.

Í kjölfar undirritunar kjarasamninganna sátu fyrirtæki undir nokkurri gagnrýni fyrir fyrirhugaðar hækkanir sem leiddi til þess að mörg þeirra sátu á sér og drógu þær til baka, en þá hafði söluverð  hækkað stöðugt umfram framleiðsluverð um rúmlega eins árs skeið. Síðan þá hefur ýmislegt breyst og þurfa framleiðendur nú að horfast í augu við meiri hækkun á framleiðsluverði en á söluverði. Þannig hefur framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands hækkað um 1,8% á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 1% lækkun söluverðs. Enn sem komið er virðast framleiðendur ekki hafa velt þessari hækkun framleiðsluverðs yfir á neytendur heldur tekið skellinn á sig í auknum mæli. Getur þetta leitt til framlegðartaps hjá framleiðendum.

Sjá nánari umfjöllun: Framleiðsluverðbólga eða neysluverðbólga.pdf