Samdráttur landsframleiðslu þrátt fyrir rífandi innlenda eftirspurn

Samdráttur landsframleiðslu þrátt fyrir rífandi innlenda eftirspurn

Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,1% á 1F 2014 miðað við sama tíma í fyrra. Er þetta í fyrsta sinn frá 2F 2012 sem gætir samdráttar í hagkerfinu. Tölurnar komu okkur nokkuð á óvart, en svo til allir liðir fóru töluvert framúr væntingum okkar. Nokkuð snúið er að lesa á milli línanna um hvað er raunverulega að gerast í hagkerfinu á fyrsta fjórðungi þar sem breytingarnar í undirliðum voru nokkuð miklar (tveggja stafa breyting mælist á tveimur undirliðum landsframleiðslunnar) og birgðabreytingar lituðu niðurstöðurnar.

Vöxturinn í einkaneyslu er mun sterkari á fjórðungnum en bæði við og Seðlabankinn spáðum (2,5% og 3,5%), en hann mældist um 3,9%. Það gætu því verið horfur á að uppsöfnuð eftirspurn sé að fá útrás að meira leyti en við höfðum gert okkur í hugarlund og hugsanlega eru áhrif skuldaniðurfellinga sömuleiðis að koma fram fyrr og hraðar. Næstu fjórðungar munu þó leiða það betur í ljós.

Sjá nánari umfjöllun: Landsframleiðsla.pdf