Aukin áhersla lögð á gjaldeyrissöfnun næstu mánuði

Aukin áhersla lögð á gjaldeyrissöfnun næstu mánuði

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans (SÍ) um að halda stýrivöxtum óbreyttum kemur fáum á óvart og er lítið markvert í yfirlýsingu nefndarinnar. Helstu tíðindin eru þau að bankinn hefur ákveðið að hefja á ný regluleg gjaldeyriskaup. Að þessu sinni mun bankinn kaupa 3 milljónir evra í viku hverri sem er sama magn og bankinn keypti í reglulegum gjaldeyriskaupum frá miðju ári 2012 til loka sama árs. Umfang aðgerðanna verður síðan endurmetið í haust eða jafnvel fyrr ef aðstæður breytast. Fram kom í máli Seðlabankastjóra á vaxtaákvörðunarfundinum að markmiðið með aðgerðunum er ekki að hafa bein áhrif á gengi krónunnar heldur að styrkja gjaldeyrisforðann. Engu að síður er ekki hægt að horfa fram hjá því að raungengið hefur styrkst jafnt og þétt frá ársbyrjun 2013 og hefur það að öllum líkindum áhrif á ákvörðun Seðlabankans. Líklegt er að bankinn vilji forðast frekari styrkingu krónunnar, ekki síst því viðskiptaafgangur  snerist í halla á fyrsta fjórðungi ársins. Of sterkt raungengi dregur úr samkeppnishæfni útflutningsgreina, beinir eftirspurn út úr hagkerfinu og grefur þannig undan viðskiptaafgangi.

Sjá nánar 110614_Áhersla á gjaldeyrissöfnun á næstunni.pdf