Áframhaldandi bati í rekstri sveitarfélaganna

Áframhaldandi bati í rekstri sveitarfélaganna

Greiningardeild hefur á undanförnum árum gert samanburð á afkomu og fjárhagsstöðu stærstu sveitarfélaga landsins. Alls eru sveitarfélögin nú 27 talsins en úrtak okkar minnkaði um eitt sveitarfélag í kjölfar sameiningar Garðabæjar og Álftaness á síðasta ári. Öll eiga þau það sameiginlegt að íbúafjöldi þeirra er yfir 1.500 manns og er samanlagður íbúafjöldi þeirra rúmlega 301.000 eða 94% af landsmönnum. Í greiningu okkar er miðað við samstæðuuppgjör hvers sveitarfélags og eru fyrirtæki, stofnanir og aðrar rekstrareiningar sem teljast til B-hluta því meðtaldar.

Sveitarfélögin eru mismunandi eins og þau eru mörg og það sama má segja um fjárhagsstöðu þeirra. Heilt yfir hefur staða þeirra á undanförnum árum farið batnandi og á síðasta ári var framhald á þessari þróun.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Sveitarfélögin 2013.pdf