Spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í júní

Spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í júní

Greiningardeild spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) í júní og gangi spá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 2,2% samanborið við 2,4% í maí. Lækkun á ársverðbólgu milli mánaða skýrist aðallega af hóflegri hækkun á flugfargjöldum og eldsneyti í ár samanborið við sama mánuð í fyrra. Einnig munu lækkanir á gjaldskrám og krónutölugjöldum koma til framkvæmda í mánuðinum og stuðla að lægri verðbólgu en ella. Að venju áætlum við að íbúðaverð hækki, líkt og síðastliðna mánuði, en þó minna að þessu sinni og sömuleiðis mun matarkarfan hækka lítillega. Að lokum munu skráningargjöld í opinbera háskóla hækka úr 60 þús. kr. Í 75 þús. kr. og hefur það áhrif til hækkunar á VNV.

Uppfærð bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði felur í sér að VNV lækki um 0,3% í sumarútsölum í júlí, hækki um 0,2% í ágúst og 0,5% í september þegar sumarútsölur ganga til baka. Ef sú spá raungerist mun ársverðbólga mælast 2,2% í september nk.

Sjá nánar: 1606414_Verðbólga_Júní_Spá.pdf