Fjölgun starfa í efnahagsbata

Fjölgun starfa í efnahagsbata

Það þarf vart að tíunda þau áhrif sem alþjóðlega fjármálakreppan árið 2008 hafði á hagkerfi heimsins enda atburðarrásin sem hófst með falli fjárfestingabankans Lehman Brothers flestum kunn. Hægt og bítandi hafa ríki heimsins unnið sig upp úr dýpsta kreppudalnum og er farið að gæta aukinnar bjartsýni bæði meðal fjárfesta, stjórnenda og neytenda.

Þróun vinnumarkaða samfara efnahagsbata síðustu ára er einkar athyglisverð, ekki síst vegna þess hve breytileg hún er á milli ríkja. Hér skiptir máli hvernig vinnumarkaðurinn brást við fjármálakreppunni. Sumstaðar, líkt og í Þýskalandi, jókst atvinnuleysi lítið sem ekkert þar sem vinnutími var skorinn niður frekar en störf á meðan annars staðar, líkt og í Bandaríkjunum, varð mikið atvinnuleysi að alvarlegu vandamáli. Þá hefur regluverk og skipulag vinnumarkaðar einnig mikil áhrif.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Fjölgun Starfa.pdf