Endurfjármögnun ríkissjóðs mun spara hátt í milljarð á ári

Endurfjármögnun ríkissjóðs mun spara hátt í milljarð á ári

Ríkissjóður Íslands gekk í gær frá samningi um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 750 milljónir evra, sem jafngildir um 116 milljörðum króna. Þetta var í þriðja sinn sem ríkissjóður fjármagnar sig á alþjóðamörkuðum frá 2008 en í fyrsta sinn sem fjármögnunin er í evrum. Í júní 2011 var gefinn út 1 milljarður Bandaríkjadala til 5 ára á ávöxtunarkröfunni 4,993% og í maí 2012 var gefin út 1 milljarður Bandaríkjadala til 10 ára á kröfunni 6,0% en í þetta skipti var gefið út bréf til 6 ára í evrum með 2,5% fasta vexti á ávöxtunarkröfunni 2,56%. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 2 milljörðum evra. Kjörin eru í samræmi við það sem mátti búast við en með því að endurgreiða erlend tvíhliðalán Norðurlandaþjóðanna og Póllands mun ríkið spara hátt í 1 ma.kr. á ári í vaxtagjöld þar sem kjörin eru hagstæðari en erlendu tvíhliðalánin.

Sjá nánar 090714_Endurfjármögnun ríkissjóðs.pdf