Kaupa eða leigja: Sá á kvölina sem á völina

Kaupa eða leigja: Sá á kvölina sem á völina

Oft er litið til hlutfallsins á milli kaupverðs og leiguverðs til að fá hugmynd um hvort fasteignaverð sé undir- eða yfirverðlagt. Er þetta algeng þumalputtaregla sem felst í því að bera saman markaðsverð eigna við árlegar leigutekjur sambærilegra eigna. Fari hlutfallið niður fyrir langtímameðaltal sitt er talað um að fasteignir séu undirverðlagðar en yfirverðlagðar hækki það umfram langtímameðaltal. Þá getur það einnig gefið vísbendingar um hvort heppilegra sé, í fjárhagslegum skilningi, að kaupa eða leigja húsnæði.

Það sem af er ári hefur hlutfallið hækkað lítið eitt og skýrist það fyrst og fremst af hækkun kaupverðs umfram leiguverðs. Sé tekið tillit til fyrstu fimm mánaða ársins bendir hlutfallið til þess að fasteignir séu nokkuð undirverðlagðar, eða í kringum 20%. Hlutfallið bendir einnig til þess að á höfuðborgarsvæðinu sé alltaf hagstæðara að kaupa fasteign frekar en að leigja, óháð stærð eignar, einkum ef til stendur að eiga fasteignina til lengri tíma.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Kaupa eða leigja.pdf