Verðlag lækkaði um 0,17% í júlí

Verðlag lækkaði um 0,17% í júlí

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,17% milli mánaða í júlí, en það er lítið eitt minni lækkun en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir, eða á bilinu -0,2% til -0,4%. Verðbólga á ársgrundvelli eykst því úr 2,2% í 2,4%, en mælist þó undir markmiði Seðlabankans sjötta mánuðinn í röð. VNV án húsnæðis lækkaði um -0,23% frá fyrri mánuði, en árshækkun hennar nemur um 1,4%.

Ef litið er framhjá flugliðnum, sem er einkar sveiflukenndur liður, má segja að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé jafnvel minni en við bjuggumst við. Það er t.a.m. áhugavert að þrátt fyrir að krónan hafi verið með eindæmum stöðug undanfarin misseri, og alræmt sé að verslanir skili gengisstyrkingu síður út í verðlag en gengisveikingu, þá sé innflutt vara enn að lækka í verði frá fyrra ári. Bráðabirgðaspá okkar gerir ráð fyrir að verðbólga verði áfram nærri markmiði á næstu mánuðum.

Sjá nánari umfjöllun: Verðbólga í júlí mæling.pdf

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR