Gjaldeyrisforðinn næstum því óskuldsettur

Gjaldeyrisforðinn næstum því óskuldsettur

Upp úr fjármálakrísunni 2008-2009 uxu skuldir Seðlabanka Íslands í erlendri mynt nokkuð umfram eignir. Um það leyti tókust bankanum og ríkissjóði töluverðar erlendar skuldbindingar á hendur til eflingar gjaldeyrisvarasjóðs bankans í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sama tíma og gekk á erlendar eignir hans vegna inngripa til stuðnings krónunni og annarra þátta.

Nú er svo komið að skuldir umfram eignir í erlendri mynt á efnahagsreikningnum námu andvirði um 20 ma. króna í júní síðastliðnum, en þegar mest var í árslok 2009 námu þær yfir 190 mö. Þegar tillit er tekið til þess að umtalsverðar eignir Seðlabankans, t.d. fjölmyntalán í tengslum við yfirtöku nýju bankanna á veðtryggðum lánum og kröfur á fallin fjármálafyrirtæki í vörslu ESÍ, verða líklega gerðar upp í erlendri mynt en teljast þó ekki sem erlendar eignir á efnahagsreikningi bankans, má segja að Seðlabankinn hafi þegar náð því marki að safna óskuldsettum forða – þótt ekki sé óskuldsetti hluti hans stór ennþá.

Sjá nánari umfjöllun: Erlend eign SÍ.pdf