Mun betri afkoma á árinu 2013 en gert var ráð fyrir

Mun betri afkoma á árinu 2013 en gert var ráð fyrir

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2013 var nýverið birt og er afkoma ríkissjóðs mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Heildarjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 732 m.kr. á árinu 2013 sem er mun betri afkoma en áætlað var í fjáraukalögum þar sem gert var ráð fyrir 19,7 ma.kr. tekjuhalla eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Það getur þó verið vandasamt að túlka niðurstöður ríkisreiknings hverju sinni því líkt og síðastliðin ár skýrast frávik frá áætlunum aðallega af óreglulegum liðum sem snerta ekki beint rekstur ríkissjóðs. Þar af leiðandi getur mikill halli komið fram í ríkisreikningi vegna einskiptis útgjalda þótt undirliggjandi rekstur ríkissjóðs sé á réttri leið. Árið 2013 snýst þetta aftur á móti við og um 25 ma.kr. tekjufærsla vegna eignaaukningar ríkissjóðs í Landsbankanum hf. leiðir til mun betri niðurstöðu í ríkisreikningi en ella. Sú tekjuaukning kemur til vegna lokauppgjörs á milli gamla bankans og þess nýja. Slíkar tekjur eru einskiptis aðgerðir og eru ekki til að byggja ríkisrekstur á til frambúðar . En hvert stefnir þá undirliggjandi rekstur ríkissjóðs ef horft er framhjá slíkum óreglulegum liðum?

 Sjá nánar 180814_Ríkisreikningur.pdf