Líkur á að stýrivextir haldist óbreyttir vel fram á næsta ár

Líkur á að stýrivextir haldist óbreyttir vel fram á næsta ár

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans (SÍ) var í takt við spár greiningaraðila en tónninn í yfirlýsingu nefndarinnar var umtalsvert mildari en síðast og kom það nokkuð á óvart og varð m.a. til þess að ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækkaði talsvert. Í nýútgefnum Peningamálum vekur athygli okkar að verðbólguspá SÍ var færð niður og spáir bankinn nú ársverðbólgu um eða undir 3% út spátímabilið auk þess sem slakinn í þjóðarbúinu er að hverfa hægar en áður var talið. Rök fyrir stýrivaxtahækkun virðast því hafa verið slegin út af borðinu í bili og er það mat okkar að SÍ haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið og jafnvel vel inn í næsta ár. Einnig væntum við þess að peningastefnunefndin reyni að herða tóninn í yfirlýsingum sínum áður en stýrivöxtum er breytt og veita þannig leiðsögn um framhaldið. Tónninn að þessu sinni gefur sannarlega engin „viðvörunarskot“ um vaxtahækkanir í náinni framtíð

Sjá nánar 200814_Hækkun stýrivaxta ekki á næstunni.pdf