Verðlag hækkaði um 0,24% í ágúst

Verðlag hækkaði um 0,24% í ágúst

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,24% í ágúst en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,1-0,3% og spáðum við 0,1% hækkun. Ársverðbólgan mælist nú 2,2% og er það sjöunda mánuðinn í röð sem hún mælist innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Líkt og áður er lítill verðbólguþrýstingur í kortunum og nemur ársverðbólga án húsnæðis aðeins 1,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,7% verðbólgu á ári. Mæling Hagstofunnar á VNV var lítillega yfir okkar spá og vóg þyngst hækkun á fatnaði og skóm en sá liður hafði 0,33% áhrif til hækkunar á VNV. Húsnæðisliðurinn hafði 0,08% áhrif til hækkunar í mánuðinum, en það sem kom einna helst á óvart var að póstur og sími hafði 0,06% áhrif til hækkunar á vísitöluna. Eldsneytisverð og flugfargjöld lækkuðu mest í mánuðinum en eldsneytisverð hafði 0,09% áhrif til lækkunar á VNV og flugfargjöld 0,18%.

Sjá nánar 270814_Verðbólga_Ágúst_Mæling.pdf