Góð greiðsluafkoma kallar á endurmat á tekjuáætlun ríkissjóðs

Góð greiðsluafkoma kallar á endurmat á tekjuáætlun ríkissjóðs

Það sem af er ári hafa tekjur ríkissjóðs verið umtalsvert umfram væntingar í greiðsluuppgjöri fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stór hluti af því skýrist af arðgreiðslum frá Landsbankanum en einnig virðast helstu tekjustofnar ríkissjóðs vera að styrkjast. Er það í takt við þá þróun að einkaneysla og hagvöxtur í heildina er sterkari en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu 2014 en tekjuáætlun ríkissjóðs byggir á þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í fyrra. Nú liggur fyrir að jákvæð tekjuþróun það sem af er ári muni koma fram í endurmati á tekjuáætlun í frumvarpi til fjáraukalaga, en það verður lagt fram í næsta mánuði. Ef tekjuáætlun ríkissjóðs verður færð upp á við getur það haft töluverð áhrif á áætlaða afkomu ríkissjóðs í ár og einnig smitast yfir á næsta ár við gerð fjárlagafrumvarpsins 2015. Eykur það líkur á því að ákveðin vatnaskil séu framundan í ríkisfjármálum þar sem hreinn lánsfjárjöfnuður gæti orðið lítill sem enginn á þessu ári eða því næsta. Það þýðir að ríkissjóður þarf ekki lengur að fjármagna hallarekstur með lántöku á innlendum mörkuðum og getur hafið lækkun skulda ríkissjóðs í krónum talið fyrr en áætlað var.

Sjá nánar 020914_Góð_greiðsluafkoma_ríkissjóðs.pdf