Fjárlagafrumvarpið 2015: Hóflegur afkomubati milli ára

Fjárlagafrumvarpið 2015: Hóflegur afkomubati milli ára

Heildarafkoma ríkissjóðs verður 4,1 ma.kr. á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2015, en í ár er gert ráð fyrir 38,1 ma.kr. afgangi. Einskiptis tekjufærslur sem eiga sér stað í ár skýra umtalsvert betri afkomu  í ár en áætlað er fyrir árið 2015. Annars vegar er um að ræða arðgreiðslur Landsbankans umfram fyrri áætlanir en þær nema tæplega 20 ma.kr. og hins vegar 26 ma.kr. lækkun á skuldabréfi ríkissjóðs við Seðlabankann, sem verður bókfærð sem tekjur á árinu 2014 og mun flokkast sem arður. Ef frá eru dregnir slíkir óreglulegir liðir sést á myndinni hér að neðan að afkoman í ár er áætluð 14,9 ma.kr. og um 27,5 ma.kr. á næsta ári.

Sjá nánar 090914_Fjárlagafrumvarp 2015.pdf