Spáum 0,3% hækkun verðlags í september

Spáum 0,3% hækkun verðlags í september

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) í september en Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni fimmtudaginn 25. september nk. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í stað milli mánaða og mælast 2,2%. Samkvæmt spánni yrði ársverðbólgan áfram undir verðbólguviðmiði Seðlabankans áttunda mánuðinn í röð. Verðbólgan hefur ekki verið undir markmiði Seðlabankans í lengri tíma síðan 2002 og 2003 en þá var 13 mánaða samfellt skeið þar sem verðbólgan mældist undir markmiðinu. Í september spánni vegur þyngst að útsöluáhrifin halda áfram að ganga til baka og hafa föt og skór því 0,23% áhrif til hækkunar á VNV. Einnig er áætlað að húsnæðisverð hækki í mánuðinum og að húsnæðisliðurinn í heild hafi um 0,1% áhrif til hækkunar á vísitöluna. Á móti vegur að bensín og flugfargjöld lækka í mánuðinum og hafa samtals tæplega 0,1% áhrif til lækkunar á VNV. Sömuleiðis lækkar verð á húsgögnum og heimilisbúnaði og hefur um 0,04% áhrif til lækkunar á vísitöluna. Aðrir undirliðir hafa minni háttar áhrif til hækkunar á VNV.

Sjá nánar 1209814_Verðbólga_Sept_Spá.pdf