Landsframleiðsla á öðrum fjórðungi undir væntingum

Landsframleiðsla á öðrum fjórðungi undir væntingum

Verg landsframleiðsla jókst um 2,4% á 2F 2014 miðað við sama tíma í fyrra en við gerðum ráð fyrir 3,9% aukningu. Er þetta í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga samkvæmt nýjum staðli ESA2010 og eru tölurnar því ekki að fullu samanburðarhæfar við þjóðhagsspá okkar. Engu að síður  virðist breytingin í rauntölum ekki það mikil á milli mismunandi staðla að það gefur ágæta mynd hvar helstu frávikin eru. Í heildina valda tölurnar okkur nokkrum vonbrigðum. Bæði einkaneyslan og innflutningur eru umfram væntingar en á sama tíma virðist vera að hægja á framleiðslu í hagkerfinu þar sem fjárfesting og útflutningur eru undir væntingum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að landsframleiðslutölurnar fyrir árið 2013 hafa verið uppfærðar og hefur það áhrif á landsframleiðslutölurnar á 2F 2014. Það skýrir því að hluta til lágan vöxt í fjárfestingu milli ára og aukningu einkaneyslunnar umfram væntingar. Að okkar mati eru því hagvaxtarhorfur fyrir árið í heildina ekki jafn lakar og virðist í fyrstu þegar horft er á nýbirtar landsframleiðslutölur á öðrum fjórðungi.

Sjá nánar 190914_Landsframleiðsla_Q2.pdf