Verðlag lækkaði um 0,12% í september

Verðlag lækkaði um 0,12% í september

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,12% í september en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,2-0,3% og spáðum við 0,3% hækkun. Ársverðbólgan mælist nú 1,8% og er það áttunda mánuðinn í röð sem hún mælist innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Síðastliðinn áratug hefur ársverðbólga aðeins tvisvar mælst svo lág, í janúar 2011 og mars 2004. Ársverðbólga án húsnæðis mælist nú aðeins 0,4% og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst 2005. Mæling Hagstofunnar á VNV var töluvert undir okkar spá en í mælingunni vó þyngst að flugliðurinn hafði 0,53% áhrif til lækkunar. Flugliðurinn var einnig sá liður sem kom langsamlega mest á óvart, en Greiningardeildin hafði spáð að hann myndi hafa 0,06% áhrif til lækkunar í mánuðinum. Þar hafði mest áhrif að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 29% milli mánaða.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Verðbólga_Sept_Mæling.pdf