Spáum enn óbreyttum stýrivöxtum

Spáum enn óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild telur allar líkur á því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum þann 1. október næstkomandi. Þrátt fyrir að dregið hafi enn frekar úr verðbólgu og hagvöxtur verið nokkuð undir væntingum á fyrri helmingi ársins, sem almennt gæti gefið tilefni til lækkunar stýrivaxta, eru horfur í efnahagsmálum ekki mikið breyttar frá seinasta fundi þegar frekar var ýjað að stýrivaxtahækkunum á komandi misserum. Þar að auki hefur peningastefnunefnd ekki breytt vöxtum undanfarin ár nema að undangengnum vísbendingum um slíkar fyrirætlanir.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Stýrivaxtaspá_sept.pdf