Af samleið sjávarútvegs og hlutabréfamarkaðar

Af samleið sjávarútvegs og hlutabréfamarkaðar

HB Grandi er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og er stærsti handhafi íslenskra aflaheimilda. Félagið er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem er með hluti sína skráða í Kauphöll Íslands og þannig má segja að rúm 11% aflaheimilda við Ísland séu skráð í Kauphöll í gegnum HB Granda.

Markaðsvirði HB Granda er í dag tæplega 57 ma.kr og samsvarar það rúmlega 9% af heildarverðmæti allra skráðra hluta í Kauphöll. Líklega er það einsdæmi að sjávarútvegur sé svo stór hluti af samanlögðu markaðsvirði hlutabréfa nokkurrar kauphallar. Ólíkt öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum hurfu hlutir HB Granda aldrei af hlutabréfamarkaði enda þó þeir hafi horfið af Aðalmarkaði Kauphallarinnar í tæp átta ár.

Sjá nánar...300914_Af samleið sjávarútvegs og hlutabréfamarkaðar.pdf

 

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR