Innlend eftirspurn og spenna á vinnumarkaði helstu óvissuþættir

Innlend eftirspurn og spenna á vinnumarkaði helstu óvissuþættir

Peningastefnunefnd Seðlabankans (SÍ) ákvað að þessu sinni að halda stýrivöxtum óbreyttum í takt við spár greiningaraðila. Helst er að finna jákvæðar áherslur í yfirlýsingu nefndarinnar en þar kemur fram að verðbólga mælist nú 1,8%, að verðbólguvæntingar séu að þokast nær verðbólgumarkmiði Seðlabankans og að gjaldeyrisviðskipti bankans hafið stuðlað að stöðugu gengi krónunnar. Sterkt gjaldeyrisinnstreymi hefur verið á seinni hluta ársins og kom fram á vaxtaákvörðunarfundinum að Seðlabankinn muni á næstunni rýna betur í þá þróun. Möguleg skýring á þeirri þróun er að vöruskipta- og þjónustujöfnuðurinn sé að skila meiri afgangi á seinni helmingi ársins en áætlað var. Með lækkandi verðbólgu hefur aðhald peningastefnunnar aukist og má því velta vöngum yfir því hvort líkur á stýrivaxtalækkun fari vaxandi. Líkt og áður bendir nefndin á tvo þætti sem helst tala gegn stýrivaxtalækkun en það er annars vegar kröftugur vöxtur í innlendri eftirspurn og spenna á vinnumarkaði og hins vegar sú staðreynd að verðbólguvæntingar eru enn yfir verðbólgumarkmiði SÍ þótt þær hafi verið að þokast niður á við.

Sjá nánar 011014_Eftirspurn og kjarasamningar óvissuþættir.pdf