Spáum að verðlag standi í stað í október

Spáum að verðlag standi í stað í október

Greiningardeild Arion banka spáir lítilli sem engri breytingu á vísitölu neysluverðs (VNV) í október en Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni miðvikudaginn 29. október nk. Við gerum því ráð fyrir að verðbólgan haldist undir markmiði Seðlabankans í mánuðinum og jafnframt út árið. Svipað sjónarmið kemur fram í nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunar þann 1. október sl., en þar er gert ráð fyrir lægri verðbólgu en spáð var í Peningamálum sem gefin voru út í ágúst. Það vakt einnig athygli okkar að nefndin taldi hraða hjöðnun verðbólgu og aðhald peningastefnunnar umfram væntingar rök fyrir lækkun stýrivaxta. Engu að síður var niðurstaða nefndarinnar sú að vegna spennu á vinnumarkaði og vexti innlendrar eftirspurnar væru veigameiri rök fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Sjá nánar 171014_Verðbólga_Okt_Spá.pdf