Hvert er svigrúmið fyrir frekari styrkingu raungengisins?

Hvert er svigrúmið fyrir frekari styrkingu raungengisins?

Síðastliðið ár hefur raungengi íslensku krónunnar, m.v. hlutfallslegt neysluverð, styrkst um 5,2% og síðastliðin fimm ár hefur það styrkst um 25,6%. Hafa þarf í huga að mikil styrking raungengisins síðastliðin ár skýrist að stórum hluta af því að raungengið var í sögulegu lágmarki á þriðja ársfjórðungi árið 2009. Þótt raungengið hafi styrkst upp á síðkastið er það engu að síður 6,7% undir meðaltali síðastliðinna 20 ára. En þá vaknar spurningin hvert er svigrúm til frekari styrkingar raungengisins næstu árin, þegar á sama tíma er mikilvægt að viðhalda afgangi af viðskiptum við útlönd? Einnig skiptir máli hvað liggur að baki styrkingu raungengisins. Dæmi um styrkingu raungengis, sem er sjálfbær til lengri tíma litið, er styrking vegna bættra viðskiptakjara erlendis eða framleiðniaukningar innanlands umfram það sem gerist í viðskiptalöndum okkar. En ef styrking raungengisins er vegna mikilla launahækkana og þess verðbólguþrýstings sem það skapar kann það að leiða til þess að raungengið styrkist umfram það sem er heppilegt til að viðhalda viðskiptaafgangi við útlönd.

Sjá nánar 231014_Svigrúm fyrir hækkun raungengisins.pdf