Verðlag hækkaði um 0,14% í október

Verðlag hækkaði um 0,14% í október

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,14% í október en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0-0,1% og spáðum við að verðlag stæði í stað. Ársverðbólgan mælist nú 1,9% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún mælist innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Líkt og áður er lítill verðbólguþrýstingur í kortunum og nemur ársverðbólga án húsnæðis aðeins 0,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðbólgu á ári en án húsnæðis væri 0,9% verðhjöðnun.

Sjá nánar 291014_Verðbólga_Okt_Mæling.pdf