Spenna á vinnumarkaði stendur í vegi fyrir lækkun stýrivaxta

Spenna á vinnumarkaði stendur í vegi fyrir lækkun stýrivaxta

Á miðvikudag í næstu viku verður birt vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, en nefndin kom síðast saman í byrjun október. Við teljum víst að nefndin kjósi að halda vöxtum sínum óbreyttum þótt færa megi rök fyrir því að svigrúm sé fyrir lækkun stýrivaxta. Verðbólga er lág um þessar mundir og vel undir verðbólguspá Seðlabankans frá síðustu Peningamálum, gengið er stöðugt og einnig eru vísbendingar um að hægja kunni á einkaneyslu á seinni helmingi ársins. Aftur á móti eru kjarasamningar lausir á næstunni og háar launakröfur í kortunum, auk þess sem líkur á  launaskriði á almennum vinnumarkaði fara vaxandi. Það eru því hverfandi líkur á því að peningastefnunefnd komi á óvart með lækkun stýrivaxta í ljósi óvissunar á vinnumarkaði. Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti á seinni hluta næsta árs en það veltur að miklu leyti á niðurstöðum kjarasamninga framundan.

Sjá nánar 311014_Stýrivaxtaspá.pdf