Hvernig er flýting skuldaleiðréttingarinnar fjármögnuð?

Hvernig er flýting skuldaleiðréttingarinnar fjármögnuð?

Í gær var haldin ítarleg kynning á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar þar sem fram komu helstu lykiltölur hvað varðar áhrif leiðréttingarinnar á skuldsetningu og greiðslubyrði heimila. Meðaltal skuldaleiðréttingarinnar nemur 1,5 m.kr. fyrir hjón en 1,1 m.kr. fyrir einstaklinga. Einnig kom fram að hlutfall afborgana og vaxtagjalda heimila af ráðstöfunartekjum muni lækka um 22% til ársins 2017. Þessar niðurstöður virðast í ágætu samræmi við það sem vænst var. Helstu fréttirnar eru þó þær að aðgerðinni verður flýtt umtalsvert. Í stað þess að leiðréttingarlánin verði gerð upp á fjórum árum mun uppgjörið eiga sér stað á rúmu ári. Það þýðir að um 40 ma.kr. verða gerðir upp í lok þessa árs, 20 ma.kr. í ársbyrjun 2015 og 20 ma.kr. í ársbyrjun 2016.

Sjá nánar 111114_Skuldaleiðrétting.pdf