Spáum að verðlag standi í stað milli mánaða

Spáum að verðlag standi í stað milli mánaða

Greiningardeild Arion banka spáir að verðlag standi í stað í nóvember en Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni miðvikudaginn 26. nóvember nk. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka töluvert milli mánaða og mælast 1,5%. Í nóvemberspánni vegur þyngst lækkun flugfargjalda en mælingar benda til þess að þau lækki um 12% milli mánaða. Við spáum því að flugfargjöld hafi 0,19% áhrif til lækkunar á VNV og sömuleiðis lækkar eldsneytisverð og hefur 0,07% áhrif til lækkunar. Á móti hækka ýmsir liðir hækka lítillega í mánuðinum líkt og sjá má á myndinni að neðan. Gert er ráð fyrir að húsgögn og heimilisbúnaður hafi 0,03% áhrif til hækkunar en föt og skór ásamt áfengi og tóbaki hafi 0,02% áhrif til hækkunar. Mesta hækkunin er þó húsnæðisliðurinn en við áætlum að fasteignaverð hækki um 0,6% í mánuðinum og hafi 0,07% áhrif á VNV.

Sjá nánar 141114_Verðbólga_Nóv.pdf