Er svigrúm fyrir aðra stýrivaxtalækkun fyrir jól?

Er svigrúm fyrir aðra stýrivaxtalækkun fyrir jól?

Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var birt í gær og endurspeglar nokkuð breyttar áherslur nefndarinnar. Þar kemur fram að hjöðnun verðbólgu byggist á tiltölulega breiðum grundvelli og að horfur séu á að hún hjaðni frekar á næstu mánuðum. Ef horft er til vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðarins nemur ársverðbólgan 0,5% og stendur sú vísitala á sama stað og í árslok 2013. Frá því í febrúar á þessu ári hefur verðbólga að frádregnum húsnæðisliðnum verið við eða undir 1%. Þá vaknar sú spurning hvort svigrúm sé fyrir frekari stýrivaxtalækkun í desember?

Sjá nánar 201114_Fundargerð peningastefnunefndar.pdf