Horfur á fasteignamarkaði til 2017: Bóla eða bjartar horfur?

Horfur á fasteignamarkaði til 2017: Bóla eða bjartar horfur?

Greiningardeild stóð fyrir morgunfundi í morgun þar sem helstu niðurstöður nýrrar fasteignaskýrslu deildarinnar voru kynntar. Skýrslan ber heitið: Bóla eða bjartar horfur? Íbúðafjárfesting er að taka við sér á ný eftir mikið frost í kjölfar fjármálakreppunnar og hafa margir velt því fyrir sér hvort verið sé að blása í nýja bólu á fasteignamarkaði. Þótt miklar verðhækkanir hafi átt sér stað á síðasta ári teljum við svo ekki vera, enda hafa verðhækkanir á fasteignamarkaði nokkurn veginn fylgt umsvifum í hagkerfinu. Einnig er byggingarkostnaður enn nokkuð hár í samanburði við fasteignaverð. Greiningardeild spáir 7-8% nafnhækkun fasteignaverðs á ársgrundvelli á árunum 2015-2016, en að smám saman hægi á og að árshækkunin muni nema 6-7% á árinu 2017.
  
Einnig var fjallað um horfur á leigumarkaði og bar erindið yfirskriftina: Er leigumarkaðurinn að mettast? Greiningardeildin telur að teikn séu á lofti um að svo sé, en hlutfall heimila á leigumarkaði lækkaði árið 2013 í fyrsta sinn frá árinu 2007. Eftirspurn aðþrengdustu hópanna fjárhagslega, fólks á aldrinum 25-34 sem og tekjulægsta 20%, virðist vera að minnka. Mælikvarðar á framtíðareftirspurn gefa einnig til kynna að eftirspurn sé að fara minnkandi, enda hafa verðhækkanir verið töluverðar undanfarin ár

Glærur sem fyrirlesarar studdust við má sjá með því að smella á hlekkina: 

Regina Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar: Bóla eða bjartar horfur.pdf

Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur í greiningardeild: Er leigumarkaðurinn að mettast.pdf

Skýrslan í heild: Horfur á fasteignamarkaði til 2017.pdf