Lækkun stýrivaxta í takt við væntingar

Lækkun stýrivaxta í takt við væntingar

Peningastefnunefnd ákvað að lækka stýrivexti um 50 punkta en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 25 til 50 punkta lækkun. Lækkunin kemur ekki á óvart og var í takt við okkar spá, enda hafa raunvextir bankans hækkað undanfarið sökum umtalsverðrar hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga, líkt og sjá má á myndunum að neðan. Ákvörðun nefndarinnar um að lækka nafnvexti að þessu sinni snýst því að mestu leyti um að draga hluta raunvaxtahækkunarinnar til baka.

Sjá nánar 101214_Stýrivaxtaákvörðun.pdf