Lenging Landsbankabréfsins minnkar greiðslujafnaðarvandann

Lenging Landsbankabréfsins minnkar greiðslujafnaðarvandann

Í síðustu viku veitti Seðlabankinn LBI hf. (gamla Landsbankanum) undanþágu fyrir greiðslu 400 ma.kr. til forgangskröfuhafa. Að auki veitti Seðlabankinn vilyrði fyrir frekari undanþágum af framtíðar innheimtum LBI hf. Þessi undanþága Seðlabankans liðkaði fyrir samþykktum á skilmálabreytingum á skuldabréfi milli LBI hf. og Landsbankans sem undirritaðar voru í vor, en þær fela í sér lengingu á líftíma skuldabréfanna. Með lengingu Landsbankabréfsins hefur þjóðarskútan nú borð fyrir báru þegar kemur að greiðslujöfnuði næstu ára. 

Sjá nánar 081214_Lenging Landsbankabréfsins minnkar greiðslujafnaðarvandann.pdf