Spáum 0,2% hækkun verðlags í desember

Spáum 0,2% hækkun verðlags í desember

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,2% í desember. Mánuðurinn er tíðindalítill að því leyti að margir undirliðir vísitölunnar standa nánast í stað milli mánaða samkvæmt spánni. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir töluverðum hækkunum á flugfargjöldum vegna háannar yfir jólamánuðinn (+0,32% áhrif á VNV) á sama tíma og bensín mun lækka umtalsvert (-0,18% áhrif á VNV). Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 0,7% og án húsnæðisliðarins mun mælast verðhjöðnun annan mánuðinn í röð. Það eru því nokkur tíðindi að ársverðbólgan yrði sú lægsta í um tvo áratugi eða síðan í desember árið 1994, gangi spáin eftir. Sökum þess að verðbólgan mun mælast undir neðri vikmörkum frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans mun bankinn þurfa að birta greinagerð um ástæður fyrir lítilli verðbólgu og úrbætur í þeim efnum.

Sjá nánar 101214_Verðbólga_Des.pdf