Hægir á afkomubata sveitarfélaganna

Hægir á afkomubata sveitarfélaganna

Ekki er að sjá að umsvif íslenskra sveitarfélaga vaxi mikið um þessar mundir. Hagstofan birti í vikunni Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi. Þar má finna kafla um tekjur, gjöld og fjárfestingar sveitarfélaganna. Eins og við mátti búast sýnir samantekt Hagstofunnar hægfara vöxt tekna og heildargjalda það sem af er þessu ári, tekjur jukust um 5,1% og heildargjöld um 4,1%. Þrátt fyrir meiri vöxt tekna en gjalda hefur tekjujöfnuður sveitarfélaganna verið neikvæður á árinu um sem nemur 2,4% af heildartekjum sveitarfélaga landsins, en var neikvæður um 2,9% á sama tíma í fyrra. Hafa ber í huga að hér er um bráðabirgðatölur sem gætu því tekið breytingum við endurskoðun á komandi ársfjórðungum.

Sjá nánar:111214_Hægir á afkomubata sveitarfélaganna.pdf