Hvernig húsnæði hefur vísitölufjölskyldan ráð á?

Hvernig húsnæði hefur vísitölufjölskyldan ráð á?

Greiningardeild fjallaði nýverið um það í fasteignaskýrslu sinni að leigumarkaðurinn væri hugsanlega að mettast í kjölfar töluverðra verðhækkana leiguhúsnæðis undanfarin ár, vel umfram hækkun íbúða, launa og almenns verðlags. Svo virðist sem dregið hafi úr eftirspurn á leigumarkaði og að leigjendur séu í auknum mæli að flytjast búferlum yfir í eigin húsnæði.

Ef við skilgreinum vísitölufjölskyldu sem hjón á vinnumarkaði með meðaltekjur og tvö börn, og berum hugsanlegan leigukostnað þessarar fjölskyldu saman við afborgunarbyrði af húsnæðisláni ásamt rekstrarkostnaði húsnæðis, hvernig lítur sú mynd út? Þetta er að sjálfsögðu töluverð einföldun en samt sem áður reikningsdæmi sem flestar fjölskyldur þurfa að ráðast í svo unnt sé að vega og meta áhrif mismunandi húsakosta á fjárhag fjölskyldunnar.

Sjá nánar: 171214_Hvernig húsnæði hefur vísitölufjölskyldan ráð á.pdf