Lækkun eldsneytisverðs hefur jákvæð áhrif á kaupmátt heimila

Lækkun eldsneytisverðs hefur jákvæð áhrif á kaupmátt heimila

Samkvæmt Hagstofu Íslands er rekstur ökutækja um 10% af neyslu heimila og ef miðað er við samsetningu vísitölu neysluverðs nemur bensín- og olíukostnaður um 4% af neyslukörfunni. Það þýðir að sú 15% lækkun á eldsneytisverði sem hefur raungerst frá því í júlí skilar sér í 0,6% lægra verðlagi en ella. Jafnframt hefur það þau áhrif að svigrúm heimila til neyslu á öðrum vörum eykst og kaupmáttur heimila eykst því einnig um 0,6% umfram það sem ella hefði gerst. Með nokkurri einföldun má segja að fyrir ráðstöfunartekjur vísitöluheimilisins samsvaraði það rúmlega 0,5% launahækkun eða tæplega hálfs prósentustigs lækkun á tekjuskatti. Hvað þjóðarbúið varðar nemur innflutningur á eldsneyti um 14 til 15% af heildarinnflutningi. Olíuverðslækkunin dregur því úr gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins og hefur það jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn.

Sjá nánar 181214_Kaupmáttur og eldsneytisverð.pdf