Verðlag hækkaði um 0,31% í desember

Verðlag hækkaði um 0,31% í desember

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,31% í desember en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,2-0,3% og spáðum við 0,2% hækkun. Ársverðbólgan mælist nú 0,8% en að frátöldum húsnæðisliðnum hefur verðlag lækkað um 0,4% síðustu 12 mánuði. Hvert metið á fætur öðru er því slegið þessa mánuðina og er þetta minnsta ársverðbólga sem mælst hefur í tvo áratugi. Jafnframt er þetta ellefta mánuðinn í röð sem ársverðbólga mælist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Helstu liðir sem hækkuðu að þessu sinni voru flugfargjöld (+0,2% áhrif á VNV), húsnæðisliðurinn (+0,13%) og matarkarfan (+0,05%) en segja má að hækkun flugfargjalda hafi verið undir spám greiningaraðila. Bensín hafði mest áhrif til lækkunar (-0,10% áhrif á VNV) en var þó undir spá okkar og gerum við ráð fyrir að frekari lækkanir á eldsneytisverði líti dagsins ljós á næstu mánuðum.

Sjá nánar 191214_Verðbólga_des_mæling.pdf