Það er hugurinn sem gildir - en hvers virði er hann?

Það er hugurinn sem gildir - en hvers virði er hann?

Á hverju ári, þegar jólin nálgast, reyna verslunarmenn og hagfræðingar að meta hvort jólaverslunin það árið verði ekki örugglega góð. Víða er talað um að keyra þurfi einkaneysluna almennilega í gang og reynt er að beita ýmsum ráðum til að fá fólk til að strauja kortin í þágu hagkerfisins.
En færir jólaverslunin endilega aukna hagsæld? Fyrir um 20 árum framkvæmdi Joel Waldfogel, prófessor við Yale, greiningu á virði jólagjafa fyrir þiggjendur (sem greiningardeild hefur áður fjallað um) - í hans tilfelli nemenda hans. Samkvæmt henni má áætla að um 10-30% af kaupvirði jólagjafa endi sem svokallað allratap (e. deadweight loss) þar sem þiggjandinn metur gjöfina sjaldnast jafnmikils og gjöfin kostaði gefandann.

Sjá nánar: 221214_Það er hugurinn sem gildir.pdf