Lítið framboð af ríkisbréfum á nýju ári

Lítið framboð af ríkisbréfum á nýju ári

Lánamál ríkisjóðs hafa það til siðs að gefa út áætlun um fjármögnun ríkissjóðs undir lok árs. Áætlunin fellur því nokkuð í skuggann á framboði annála og ársuppgjöra. Það er miður því ríkissjóður er stærsti útgefandi verðbréfa á Íslandi og lánsfjárþörf ríkissjóðs – eða uppgreiðslur – hefur veruleg áhrif á vaxtastig í landinu. Í áætlun Lánamála fyrir 2015 kemur fram að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári verður neikvæð, þ.e. fjárhæð nýrrar lántöku verður lægri en uppgreiðslur útistandandi skulda í fyrsta sinn í sjö ár. Hrein útgáfa ríkisbréfa verður því líklega minni en hún hefur verið frá hruni, en við því hafði svo sem verið búist.

Sjá nánar 060115_Útgáfa ríkisins á árinu.pdf