Mun snjóhengjan minnka í febrúar?

Mun snjóhengjan minnka í febrúar?

Í desember sl. tilkynnti Seðlabanki Íslands um breytta útboðsskilmála vegna kaupa bankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, en næsta og eina fyrirhugaða gjaldeyrisútboð Seðlabankans að svo stöddu mun fara fram þann 10. febrúar nk. Í tilkynningunni kom fram að viðskiptabankar megi nú safna tilboðum frá erlendum aðilum sem eiga krónur hérlendis sem tilkomnar eru vegna útgreiðslu forgangskrafna í innlend þrotabú. Spurningin er hvort þessi rýmkun muni stækka mengi þeirra króna sem mega leita út með þessum hætti að einhverju marki og hvort árangur muni nást í frekari minnkun snjóhengjunnar.

Möguleiki er á að með nýjum skilmálum verði einhverjum þrýstingi aflétt vegna óþolinmóðra krónueigenda sem hafa hingað til ekki haft leiðir til að komast úr landi með sínar krónur. En hversu há er upphæð þessara króna í samhengi við aflandskrónustabbann, eða gömlu snjóhengjuna? Í október sl. stóðu skammtímakrónueignir erlendra aðila í um 302 ma.kr. en höfðu þá minnkað úr 634 milljörðum frá því í október 2008, eða um rúmlega helming. Af þessum 302 milljörðum voru 6 ma.kr. í HFF íbúðabréfum, 168 ma.kr. í ríkisbréfum og ríkisvíxlum og 128 ma.kr. í innlánum.

 

Sjá nánar: 130115_Mun snjóhengjan minnka.pdf