EURUSD á fleygiferð... en hvert fer krónan?

EURUSD á fleygiferð... en hvert fer krónan?

Talsverð hreyfing hefur verið á evru-dollar krossinum að undanförnu, aðallega í aðra átt, en evra hefur veikst umtalsvert gagnvart dollar á seinustu mánuðum. Þetta er í takt við væntingar greiningaraðila á fyrri hluta seinasta árs, en þá voru hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum nokkru betri en á evrusvæðinu. Nú er því tilvalið tækifæri til að skoða markaðspunkt sem Greiningardeild sendi frá sér í mars síðastliðnum. Þar voru hreyfingar á gengi krónu gagnvart evru og dollar skoðaðar og athugað hvernig breytingar á evru-dollar krossinum kæmu fram í gengi krónu gagnvart þessum tveimur myntum. Niðurstöðurnar er áhugaverðar af ýmsum sökum, en þær eru ekki síst mikilvægar fyrir þau íslensku fyrirtæki sem bera gengisáhættu í evru eða dollar.

Sjá nánar: 160115_EURUSD á fleygiferð.pdf