Evran, dollarinn og olían

Evran, dollarinn og olían

Eins og fram kom í nýlegum markaðspunkti Greiningardeildar hefur EURUSD krossinn verið á fleygiferð undanfarna mánuði. En hvers vegna tóku þessir gjaldmiðlar að hreyfast svo skarpt á seinni helmingi síðasta árs? Ástæðurnar geta verið ýmsar, en m.a. hafa hagvísar helstu Evrópulanda ítrekað valdið vonbrigðum seinustu mánuði á meðan hagtölur frá Bandaríkjunum hafa farið fram úr væntingum.
Um það leyti sem EURUSD gjaldmiðlakrossinn hóf sína nýlegustu lækkun tók hráolíuverð einnig skarpa dýfu. Hvort tveggja hefur verið í nánast samfelldum lækkunarfasa síðan þá. Er þetta tilviljun ein eða hvernig tengjast gjaldmiðlar hráolíuverði? Er olíuverð að lækka af því að dollarinn er að styrkjast eða er því öfugt farið? Er kannski hvort tveggja rétt?

Sjá nánar: 210115_EURUSD og olían.pdf