Spáum að verðlag lækki um 1% í janúar

Spáum að verðlag lækki um 1% í janúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 1% í janúar og er óhætt að segja að óvenju margir þættir hafi áhrif á verðlag að þessu sinni. Í fyrsta lagi tóku skattbreytingar fjárlagafrumvarpsins 2015 gildi um áramótin sem fela í sér breytingar á virðisaukaskattskerfinu annars vegar og afnám vörugjalda hins vegar. Í öðru lagi koma útsöluáhrif fram í mánuðinum líkt og áður og í þriðja lagi er söguleg lækkun á eldsneytisverði milli mánaða. Ársverðbólga mun því standa í 0,5% í janúar og samkvæmt spá okkar verður verðbólga að meðaltali 0,6% á fyrsta ársfjórðungi eða vel undir fráviksmörkum frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Sjá nánar 160115_Verðbólga_jan_spá.pdf