Verðlag lækkar um 0,71% í janúar

Verðlag lækkar um 0,71% í janúar

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,71% í janúar en spár greiningaraðila lágu á bilinu -0,9% til -1,1% og spáðum við 1% lækkun. Frávik frá spám greiningaraðila má helst rekja til flugliðarins. Flestir greiningaraðilar spáðu lækkun á flugfargjöldum í mánuðinum en liðurinn hækkaði lítillega í mælingu Hagstofunnar. Ársverðbólgan helst nánast óbreytt milli mánaða og mælist 0,8% en án húsnæðisliðarins er verðhjöðnun sem nemur -0,6%. Aðrir liðir þróuðust nokkurn veginn í takt við spár þar sem eldsneytisverð lækkaði verulega (-0,42% áhrif á VNV), föt og skór lækkuðu í útsölum (-0,72% áhrif á VNV) og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu einnig (-0,22% áhrif á VNV). Á móti hækkaði matarkarfan hressilega í kjölfar hækkunar á neðra virðisaukaskattsþrepinu (+0,38%) og einnig hækkaði húsnæðisliðurinn (+0,33% áhrif á VNV).

Sjá nánar 290115_Verðbólga_jan_mæling.pdf