Spáum 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í febrúar

Spáum 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í febrúar

Greiningadeildin spáir 0,7% hækkun á vísitöluneysluverðs (VNV) í febrúar. Þar vegur þyngst að útsöluáhrif munu ganga til baka og hafa 0,55% áhrif til hækkunar á vísitöluna. Einnig hefur eldsneytisverð hækkað frá síðustu mælingu (+0,10% áhrif á VNV) og við gerum ráð fyrir að húsnæðisliðurinn hækki lítillega í mánuðinum (+0,05% áhrif á VNV). Minni breytingar eru á öðrum liðum og áætlum við að matarkarfan og flugliðurinn standi í stað milli mánaða. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 0,9% samanborið við 0,8% í janúar og meðaltalsverðbólga á fyrsta ársfjórðungi verður 0,9% eða undir fráviksmörkum frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Engu að síður gerum við ráð fyrir meiri verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi en spáð er í síðustu Peningamálum Seðlabankans en þar er gert ráð fyrir 0,5% verðbólgu að meðaltali á fjórðungnum.

Sjá nánar 130215_Verðbólga_feb_spá.pdf