Viðskiptakjör batna og greiðslujafnaðargatið minnkar

Viðskiptakjör batna og greiðslujafnaðargatið minnkar

Fyrir lítið, opið hagkerfi með sína eigin mynt skiptir þróun greiðslujafnaðar töluverðu máli, en hann lýsir öllum viðskiptum innlendra aðila við erlenda og segir þannig til um hvernig t.d. innflutningur, útflutningur og gjaldeyrisforði landsins eru að þróast. Viðskiptajöfnuður veltur að hluta til á því magni vara og þjónustu sem flutt er inn og út, en einnig á viðskiptakjörum þjóðarbúsins sem segja til um hlutfallslegt verð útflutnings og innflutnings.

Viðskiptakjör þjóðarbúsins hafa batnað að undanförnu og horfur eru á að þau batni enn frekar á þessu ári. Helstu skýringar bættra kjara á árinu 2014 voru hærra verð útflutningsvara, einkum sjávarafurða, og lægra verð innfluttra vara en afar lítil verðbólga hefur mælst í helstu viðskiptalöndum Íslands að undanförnu. Áfram er búist við lítilli verðbólgu í okkur helstu viðskiptalöndum og er það raunar áhyggjuefni þar sem hún endurspeglar að hluta til dræma eftirspurn.

Sjá nánar: 200215_Greiðslujafnaðargatið minnkar.pdf