Verðlag hækkar um 0,7% í febrúar

Verðlag hækkar um 0,7% í febrúar

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,7% í febrúar en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,7 til 0,9% og spáðum við 0,7% hækkun. Ársverðbólgan mælist nú 0,8% og er það þriðja mánuðinn í röð sem hún mælist undir neðri fráviksmörkum frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Án húsnæðisliðarins hefur verðlag lækkað um 0,9% síðustu 12 mánuði. Verðbólgumæling Hagstofunnar var nokkuð í takt við okkar spá en útsöluáhrifin voru þó minni en við áætluðum og höfðu einungis 0,33% áhrif til hækkunar á VNV. Húsnæðisverð hækkaði um 1,2% í mánuðinum um land allt og hafði húsnæðisliðurinn samtals 0,25% áhrif til hækkunar á VNV. Eldsneytisverð hækkaði um 2,5% (+0,09% áhrif á VNV) en á móti vó að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 8,7% (-0,12% áhrif á VNV). Einnig lækkaði matarkarfan um 0,7% (-0,11% áhrif á VNV).

Sjá nánar 260215_Verðbólga_feb_mæling.pdf