Hvað má læra af fyrri kjarasamningum?

Hvað má læra af fyrri kjarasamningum?

Kjaramál eru mál málanna á Íslandi þessa dagana og skyldi engan undra. Samningar stærstu launþegasamtaka voru lausir frá og með síðustu mánaðamótum og samfélagið í heild hefur ekki farið varhluta af kjaradeilu lækna, kennara, flugmanna og fleiri stétta. Kannski lita samningar fyrrgreindra starfstétta þær viðræður sem í hönd fara en ljóst er að meira bil virðist vera milli samningsaðila en oft áður. Launþegar hafa lagt fram kröfugerðir sínar, þeim hefur verið illa tekið af atvinnurekendum og Seðlabankinn hótar vaxtahækkun verði launahækkanir meiri en svo að þær samræmist verðbólgumarkmiði. En hvað er í húfi? Frá sjónarhóli launþega skiptir væntanlega mestu máli að samningarnir skili kaupmáttaraukningu sem má sætta sig við. Atvinnurekendur vilja ekki sjá hækkun launakostnaðar umfram verðmætasköpun, enda versnar afkoma af rekstri sem því nemur og verður aðeins komið í veg fyrir verri afkomu með hækkun verðlags eða fækkun starfa. Þar gildir einu hvort atvinnurekandinn er einkageirinn eða hið opinbera. Það sem enginn vill sjá er að kjarabæturnar glatist í hækkun verðlags, að verðbólguskot leiði af sér hækkun verðtryggðra skulda og að Seðlabankinn telji sig nauðbeygðan til að hækka vexti ofan í viðkvæman hagvöxt. Það er því vert að skoða þann lærdóm sem draga má af síðustu tveimur kjarasamningum og að hve miklu leyti launahækkanir hafi skilað sér í auknum kaupmætti.

Sjá nánar 030315_Kjarasamningar.pdf